Í gærkvöldi var Guðmundarstofa formlega vígð. Guðmundi formanni Ólafssyni og fjölskyldu var boðið og komu þau og færðu Fáki glæsilegt málverk af Guðmundi og “Formanns-Grána” að gjöf. Málverkið sómir sér einkar vel í Guðmundarstofu og þökkum við kærlega fyrir það.

Guðlaug Steingrímsdóttir hafði safnað hjá velunnurum Fáks dágóðri peningaupphæð sem nýtt var til að kaupa stórt sjónavarp, dvd og fleira inn í Guðmundarstofu. Kærar þakkir Gulla og til ykkar allra sem lögðu verkefninu lið. Um fjörtíu Fáksmenn, flest af þeim voru samtíða Guðmundi í stjórn eða áberandi í sjálfboðavinnu hjá félaginu á þessum tíma, áttu notalega stund við vígsluna, enda er Guðmundarstofa einkar hlýleg svo flestir sátu og spjölluðu um félagsstarfið í Fáki fram á kvöld.

SONY DSC

Gestir Guðmundarstofu

SONY DSC

Gestir Guðmundarstofu

SONY DSC

Guðmundur Ólafsson

SONY DSC

Gestir

SONY DSC

Úr Guðmundarstofu

SONY DSC

Úr Guðmundarstofu

SONY DSC