Verklegt knapamerkjanámskeið 1 og 2 verður kennt í september/október í TM-Reiðhöllinni ef næg þátttaka næst (4 saman í hóp). Bóklegt verður svo kennt í október.
Knapameki 1 og 2 verður kennt saman og eru 3 tímar í viku, alls 14 verklegir tímar og svo próf í báðum merkjunum í lokin. Tímar verða í samráði við nemendur (seinnipart eða kvöld) en gott er að nýta haustið til námskeiðahalds (jafnvel hægt að redda hesthúsplássi líka).
Verð kr. 36.500

Áhugasamir vinsamlega hafið samband á fakur@fakur.is fyrir 5. sept.