Í haust hefst 6 vikna reiðnámskeið í Fáki fyrir konur á öllum getustigum. Kennt verður þrisvar í viku, þar af eru tveir verklegir tímar og einn opinn tími.

Haustin eru frábær tími til að vera með hesta á húsi, það ríkir mikil ró yfir hestunum á þessum árstíma og veðrið er yndislegt! Algjörlega frábær tími til að þjálfa upp færni í reiðmennsku, byggja upp hestinn á markvissan hátt og leggja inn fyrir komandi vetur.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er í skráningarskjalinu hér fyrir neðan:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScxO6mw2zmVcMnuu7qGlOsoOwWl3QZ7XqHoF4mYq_1qGLfmVg/viewform