Í haust hefst 6 vikna reiðnámskeið fyrir börn og unglinga sem vilja æfa hestamennsku undir handleiðslu menntaðra reiðkennara. Kennt verður þrisvar í viku, en þar af eru tveir verklegir tímar og einn opinn tími þar sem kennslan verður sveigjanlegri (bóklegt/reiðtúr/sýnikennsla/vettvangsferð eða önnur afþreying).

Við leggjum mikla áherslu á að hver og einn nemandi fái kennslu við hæfi sem hentar getustigi og áhugasviði.

Nánari upplýsingar og stigskipting í skráningarforminu hér fyrir neðan 🙂

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScjC8YlKbIeDH0YNW1XGURo-zv7VrDGn7JKx8rxTY6fUC_2Cw/viewform