Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni byrjar 24. janúar og lýkur 14. mars. Kennari verður Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Námskeiðið er 8 verklegir tímar og er kennt á föstudögum frá kl. 13:00 – 19:00. Nánara fyrirkomulag námskeiðsins er að það verða tveir saman í 40 mín. til að byrja með og verður farið  ítarlega í uppbyggingu og þjálfun keppnishestsins.  Aldurstakmark er 10 – 21 árs. 

Til að tíminn nýtist sem best eiga nemendur að mæta stundvíslega og vera búnir að hita hestinn upp (fer eftir líkamlegu formi hversu mikið).  

Ef það verður ekki nóg skráning þá verða öðrum gefið tækifæri á að skrá sig (eldri nemendum) en það kemur í ljós í næstu viku.

Skráning fer fram á sportfeng (sjá vefslóð og nánari leiðbeiningar).

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja félag (Fák).

2. Kennitala þátttakanda osfrv.

4. Velja atburð (haka við það námskeið og tímasetningu sem nemandinn velur), ef ekki er hægt að haka við þá er sá hópur orðinn fullur.

5. Setja í körfu og ganga síðan frá greiðslu (námskeiðið ekki klárt fyrr en búið er að greiða).

Nánari upplýsingar í síma 898-8445