Fréttir

Keppnisnámskeið fyrir LM

Fyrirhugað er að byrja fimmtudaginn 7.júní

Nú er skráning á seinni hluta keppnisnámskeiðisins hafin og er það fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem hafa náð þáttökurétti á Landsmót fyrir hönd Fáks. Reiðkennarar taka út knapa og hest, meta styrkleika og veikleika og vinna út frá því og þeim markmiðum sem knapinn setur sér. Kennararnir sem koma að verkefninu eru Anna Valdimarsdóttir, Friðfinnur Hilmarsson og Fredrica Fagerlund. Stefnt er að því að ná 2 einkatímum á viku fram að landsmóti. Námskeiðið verður bæði úti í gerði/ í reiðhöllinni og á hringvelli.

Kennarar munu fylgja knöpum alveg eftir, á Landsmótinu – í braut og taka á móti þeim úr braut.

Áhugasamir verða að senda póst á aeskulydsdeildfaks@gmail.com með nafni barns, kennitölu, nafn og kt. foreldris, og símanúmeri.

Fyrirhugað er að byrja fimmtudaginn 7.júní.