Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21. júní 2018. Hlaupið hefst við Engjaveg í Laugardal og líkt og undanfarin ár verður hlaupin 21 km vegalengd meðfram Elliðaánum alla leið upp Elliðaárdalinn og fram hjá svæði Fáks í Víðidal. Þaðan er farið upp að Rauðavatni og Morgunblaðshúsinu.

Þar sem reið- og göngustígar krossast á þessari leið má búast við einhverri truflun á umferð og eru reiðknapar varaðir við hlaupurum á milli 21:15-23:30 þetta kvöld.

Inn á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons má finna nánari upplýsingar og kort af hlaupaleiðum í Miðnæturhlaupi Suzuki.