Nú ætlum við að fara af stað með keppnisnámskeið fyrir þá sem vilja bæta sig í keppni.
Námskeiðið er í 10 skipti, bæði reiðtímar inni í reiðhöll og úti á velli, fyrirlestrar og sýnikennsla.
Kennarar verða Konráð Valur, Vigdís og gestakennarar.
Fyrstu tímarnir verða næstkomandi laugardag, 1. apríl í TM-reiðhöllinni.
Eftirfarandi helgar hafa verið bókaðar:
- 1. apríl
- 22. apríl
- 6. maí
- 14. maí
Verð per knapa er 45.000 og er hægt að nýta frístundastyrk sveitarfélaga í námskeiðið.