Keppniskrakkar Fáks eru nú loks komnir í loftið og munu þau Hjörvar Ágústsson og Fákskonan Vigdís Matthíasdóttir halda utan um krakkana í vetur og fram á vor. Námskeiðið verður með hefðbundnu sniði og er stefnt að kennslu eftirfarandi helgar. Athugið að þetta skipulag er birt með fyrirvara um breytingar:
- 27.-28. nóv
- 8.-9. janúar
- 22.-23. janúar
- 11.-12. febrúrar
- 25.-26. febrúar
- 5.-6. mars
- 18.-19. mars
- 1.-2. apríl
- 13.-14. apríl
- 22.-23. apríl
Námskeiðið hefst næstkomandi laugardag, 27. nóvember, í reiðhöllinni Víðidal. Markmiðið um helgina er fyrst og fremst að hittast, með eða án hests, og fara yfir markmið og væntingar vetrarins.
Skráning á námskeiðið er opin á Sportabler. Þar er einnig hægt að nýta frístundastyrki.
Þá biðjum við forráðamenn barna sem skrá sig á námskeiðið að óska eftir aðgangi að facebook grúppunni Keppniskrakkar Fáks 2021 en þar birtast allar helstu upplýsingar um námskeiðið.
Verð er 55.000 kr og er hægt að skipta greiðslum í Sportabler.