Nýjustu sóttvarnarráðstafanir hafa verið birtar á vef heilbrigðisráðuneytisins og taka þær gildi frá og með þriðjudeginum 20. október.

Íþróttastarf sem ekki krefst snertingar verður heimilað frá 20. október, þó með þeim takmörkunum að þátttakendur skulu ekki vera fleiri en 20 í einstaka rými og 2 metra nándarmörk skulu virt.

Þau námskeið sem gert var hlé á þann 8. október síðastliðinn hefjast því á þriðjudaginn. Póstur verður sendur á þátttakendur frá kennurum um fyrirkomulag áframhaldandi kennslu.

Sjá nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins.