Á morgun miðvikudag, 5. maí, er hinn árlegi hreinsunardagur Fáks. Hreinsunardagurinn hefst klukkan 17:00 og stendur í tæpa tvo tíma. Vegna sóttvarnarrástafanna verður því miður ekki grill á eftir.

Hægt er að nálgast ruslapoka og einnota hanska í reiðhöllinni.

Gámur verður staðsettur við reiðhöllina í Víðidal fyrir móttöku á rusli. Ekki er tekið við ónýtum brettum enda skal skila slíkum úrgangi á næstu grendarstöð.

Þeir sem eiga hey á rúllu- og baggasvæðinu við reiðhöllina eru beðnir að taka sérstaklega vel til þar.

Við vonum að sem flestir taki þátt því margar hendur vinna létt verk!