Fréttir

Hjólreiðakeppni og hindrunarhlaup

Í kvöld fer fram keppni á fyrri degi WOW Tour of Reykjavík hjólreiðakeppninnar.  Endamark keppninnar er við Félagsheimilið og er áætlað að fyrstu keppendur séu að koma í mark um kl 21 í kvöld og má reikna með að þeir séu að týnast í mark fram undir miðnætti. Þeir koma frá Suðurlandsvegi niður Brekknaásinn og Vatnsveituveginn að Félagsheimilinu.

Á morgun 2. júní verður  síðan haldið hindrunarhlaup við og kringum Rauðavatnið. Hlaupið er frá klukkan 10-13 og má gera ráð fyrir röskun á reiðstígum fyrir og eftir hlaupið vegna skipulagningu.