Hið margrómaða Herrakvöld Fáks verður haldið laugardaginn 5. október næstkomandi í Félagsheimilinu í Víðidal. Þetta mikla gleðikvöld verður með hefðbundnum hætti; villibráðarhlaðborð að hætti Silla kokks, happdrætti, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.

Dagskrá:
Húsið opnar 19:00
Fordrykkur
Borðhald hefst 20:00
Veislustjóri er Sigurður Haukur Svavarsson
Ræðumaður kvöldsins er Ari Eldjárn

Húsið opnar fyrir gesti eftir borðhald – enginn aðgangseyrir
Kaleb Joshua spilar fyrir dansi

Miðaverð 8.000 kr.

Miðasala fer fram í Skalla Hraunbæ frá mánudeginum 30. september 2019.

Matseðill:

 • Rjúpusúpa
 • Appelsínugrafið dádýr m/parmasan og trufflu balsamikedik.
 • Grafin gæs m/gráðost og epla chutney
 • Graflax m/rucola og sinnepssósu
 • Gæsalifrarkæfa í púrtvínshjúp
 • Villibráða paté m/rifsberjahlaupi
 • Villi Tartaletta
 • Grafinn og reyktur Skarfur í berjasósu
 • Pönnukaka með önd í housinsósu – blaðlauk og gúrku
 • Hreindýr á rusty m/villisveppa duxel
 • Hreindýrabollur m/sultuðum rauðlauk og gráðostasósu
 • Heiðagæs bláberja mareneruð
 • Heimalagað rauðkál – waldorfsalat – sykurbrúnaðar og villibráðasósa