Fréttir

Herrakvöld Fáks – 2. október 2021

Hið margrómaða Herrakvöld Fáks verður haldið laugardaginn 2. október næstkomandi í Félagsheimilinu í Víðidal.

Þetta mikla gleðikvöld verður með hefðbundnum hætti; villibráðarhlaðborð að hætti Silla kokks, happdrætti, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.

Dagskrá:

Húsið opnar 18:00

Fordrykkur

Borðhald hefst 19:00

Veislustjóri er Þröstur 3000

Ræðumaður kvöldsins er Eyþór Ingi tónlistamaður og leikari.

Verð 8.500 krónur.