Haustnámskeið fyrir þá sem vilja öðlast meira öryggi í samskiptum við hestinn sinn.
- Boðið er upp á námskeið fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt.
- Öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn.
- Læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið.
Kennsla hefst um miðjan október og fer fram í TM reiðhöllinni.
Fyrsti tími er bóklegur og í framhaldi hefst verkleg kennsla. Kenndir verða 9 verklegir tímar.
Námskeiðið kostar kr. 35.000.-
Skráningu skal senda á ss@sigrunsig.com þar sem taka skal fram nafn, kt, heimilisfang, netfang og sími.
Útreiða/hesthúsfélagar geta tekið fram ef þeir vilji vera saman.