Boðið er upp á námskeið fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt.
- Öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn.
- Læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið.
Kennsla hefst 31. október og fer fram í TM reiðhöllinni.
Kennt er í fjögurra manna hópum tvisvar í viku 8 skipti. Á þriðjudögum og fimmtudögum.
Í boði er kennsla fyrir og/eða eftir hádegi.
Námskeiðið kostar kr. 49.000.-
Mörg stéttarfélög styrkja sína félagsmenn.
Skráning á Sportabler
Getum aðstoðað með hesthúspláss (nokkrir saman í húsi) á meðan á námskeiðinu stendur
Kennarar eru: Henna Siren og Sigrún Sig