Það verður hiti, sól og sviti er fallegir hestamenn í Fáki leggja land undir hóf í Gjáréttarreið nk. laugardagskvöld. Lagt verður af stað kl. 20:00 frá TM-Reiðhöllinni og riðið upp í Heiðmörk og áð í Gjárétt. Þar verður grillað, kverkar vættar og sungið. Tilvalið að skella sér með í léttan reiðtúr í fallegu umhverfi og skemmtilegum félagsskap. Þeir sem eru með fleiri en tvo til reiðar geta farið svo lengri leiðina heim eftir áningu en hinir sömu leið til baka.

Ómar verður fararstjóri, Þorri á grillinu (þar að segja að grilla 😉 ), frábærar reiðleiðir og gott veður svo þetta getur ekki klikkað. Allir að mæta.