Hið bráðskemmtilega Almannadalsmót verður haldið  nk. föstudagskvöld (3. júni) og hvetjum við alla Fáksfélaga til að koma og keppa á léttu og skemmtilegu móti, eða ríða við og fá sér grillaða pylsu og hitta skemmtilega og „almenni“lega hestamenn í Almannadal.

Mótið er tölt- og skeiðmót og hefst kl. 18:30. Keppt er í eftirfarandi greinum.

Pollaflokki

17 ára og yngri – minna vanir

17 ára og yngri – meira vanir

18 ára og eldri – meira vanir

18 ára og eldri – minna vanir

100 m skeið

Skráning á staðnum í hringgerðinu  (frá kl. 17:00 – 18:00) og er ekkert skráningargjald.

Létt og skemmtilegt mót sem endar með grillveislu að hætti Almannadalsbúa.

Allir að ríða við, pylsa sig upp og hvetja knapana til dáða.