Boðað er til stofnfundar félags hesthúseigenda í Faxabóli í félagsheimili Fáks, þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00

Dagskrá.

 1. Undirbúningsnefnd og formaður Fáks kynna drög að samþykktum og hugmyndum um tilgang og markmið félagsins.
 2. Lagðar fram tillögur að samþykktum félagsins og þær bornar undir atkvæði.
 3. Verði tillögur samþykktar verður dagkrá á stofnfundi fylgt skv. samþykktum með kosningu  stjórnar og skoðunnarmanna.
 4. Kosning stjórnar.
 5. Kosning um árgjald og reiknisár.
 6. Önnur mál.

Samþykktin sem lögð verður fram;

SAMÞYKKTIR

Fyrir félag hesthúsaeigenda Fáks í Faxabóli  (FHEFF).

 

1.grein. Félagið skal heita Félag hesthúseigenda í Faxabóli (FHEFF)

 1. gr. Félagar verða allir eigendur hesthúsa á svæði Fáks við Faxaból Reykjavík, er skylda húseigenda við Faxaból að vera meðlimir í Hestamannafélaginu Fáki og greiða þangað árgjöld.
 2. gr. Markmið félagsins er:
 3. Að gæta hagsmuna félagsmanna sinna.
 4. Að efla samheldni og samvinnu meðal félagsmanna

Þessum markmiðu hyggst félagið ná með því m.a :

 1. Að annast fyrirgreiðslu um ýmis konar þjónustu (fóðurkaup, afslátt á vörum o.s.frv.).
 2. Að sjáum í samvinnu við Fák þar sem það á við, ýmis sameiginleg hagsmunamál s. öryggisgæslu, tryggingar, brunavarnir, heildarútlit hesthúshverfisins, viðhald  akstursleiða. Bílastæða, snjómokstur, taðmokstur, opnun nýrra reiðleiða og endurbætur o.fl.
 3. Að annast fræðslu og upplýsingastarfsemi fyrir félagsmenn.
 4. Sjá til þess að stofnuð verði húsfélög í hverfinu og þeim settar reglur í samræmi við gildandi lög.
 5. gr. Allir eigendur hesthúsa á félagsvæði Hestamannafélagsins Fáks í Faxabóli skulu hafa með sér húsfélag og eru þeir skuldbundnir til að hlýða neðangreindum reglum. Undir þessa grein falla allir núverandi eigendur hesthús á Faxabólasvæði  Fáks og þeira sem síðar verða eigendur að hesthúsum á svæðinu. Hvílir skylda á eigendum fasteigna á Faxabólssvæðinu að vera félagar í Hestamannafélaginu Fák. Skulu viðkomandi eigendur fasteigna stuðla að því að leigjendur þeirra  og aðrir er pláss hafa í viðkomandi eignum verði félagsmenn Fáks.

5.grein. Eign í ofangreindu húsfélagi er aðallega með tvennu móti.  Annars vegar er um að ræða séreign og hins vegar sameign sbr. skilgreingingar í lögum fjöleignahús nr. 26/1994. Sem og samkvæmt því sem eignaskiptasamningar segja til um séu þeir fyrir hendi.

Allir hesthúseigendur eiga rétt á eftir eignarhlut sínum rétt til ákvörðunar um fyrirkomulag þess hluta hússins sem er í óskiptri sameign, þar með talið útlit hússins, fyrirkomulag hestagerða, skipulag  lóða, bílastæða og viðhald þess sameiginlega. Einfaldur meirihluti sker úr um ágreining. Verði ekki samkomulag milli sameigenda, samkvæmt þessari grein gilda fyrrgreind lög um fjöleignahús eðli málsins samkvæmt.

 1. grein. Hver hesthúseigandi hefur full eignarráð yfir séreign sinni nema hvað varðar takmörk sem af samþykktum þessa félags leiðir. Hverjum hesthúseiganda er frjálst að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til notkunar hússins, brjóti þær ekki í bága við byggingareglugerðir. Skylt er að halda hesthúsum og umhverfi þeirra þrifalegu. Hrossatað og annað skal látið í taðgryfjur í samræmi við gildandi reglugerðir. Verði á þessu brotalöm getur stjórn félagsins látið hreinsa viðkomandi taðþrær á kostnað hesthúseigenda.

7.grein. Sameiginlegt viðhald hvers hesthús telst hvers konar viðhald og viðgerðir á sameign eins og hún er skilgreind í 2.grein samþykktar þessarrar og lögum fjöleignahús. Er slíkt viðhald á kostnað sameignenda í samræmi við eignahlut viðkomandi líkt og venja er.

8 .grein. Sameiginlegan kostnað við hvert hesthús skv. 4. grein bera eigendur húsa skv. eignarhlutfallið. Sama er um gjöld sem reiknuð eru af samtengdum húsum í einni heild, svo sem opinber gjöld, sem álögð á vegna sameiginlegra trygginga og öryggisgæslu ef af verður, sem og ýmis konar gjöld eftir sem ákveðið verður. Enda getur hvert samtengt hesthús ákveðið slíkt í sameiningu eða fleiri samtengd hesthús saman.

9 .grein. Hver hesthúseigandi getur beðið um félagsfund varðandi atriði er snerta sameiginlega hagsmuni og metur stjórnin hvort mál hans verði þegar tekið fyrir eða um það verði fjallað á aðalfundi félagsins, sem boðað er til einu sinni á ári. Stjórn félagsins er þó skilt að boða til félagsfundar sé þess krafist af þeim sem eiga 20% eða meira af eignahluta þeirra fasteigna sem  á félagsvæðinu eru.

10 .grein. Hverri séreign ( hesthúsi) fylgir réttur til aðgangs að reiðvöllum Fáks og allri þeirra aðstöðu, sem félagið kemur sér upp og hefur komið sér upp á félagsvæðinu, svo og tamningar og teymingargerðum, reiðleiðum og öðru. Einnig fylgir hverri séreign réttur til að njóta sameiginlegrar þjónustu sem Hestamannafélagið Fákur innir af hendi.

11 .grein. Gjald það er hverjum hesthúseiganda verður gert að greiða skal vera svokallað fermetragjald, sem er ákveðin fjárhæð á hvern fermeter fasteignar miðað við uppgefnar upplýsingar úr fasteignamati ríkisins.  Gjaldið er ákveðið á aðalfundi félagsins hverju sinni. Hverjum fermeter fylgir eitt  atkvæði varðandi þau mál er stjórn félagsins ber undir atkvæði og sker einfaldur meirihluti úr. Hestamannafélagið Fákur innheimtir gjaldið, en hesthúsaeigendafélagið hefur sjálfstætt reikningshald. Ársgjaldið skal innheimt með gjalddaga 1. Mars ár  hvert. Reikningsár félagsins miðast þó við 31. desember ár hvert.

12 .grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar- eða marsmáuði ár hvert og skal til hans boðað með sjö daga fyrirvara til hvers þinglesins hesthúseiganda með ábyrgðarbréfi/tölvupósti eða á annan sannanlegan hátt. Í fundarboðinu skal koma fram dagskrá um störf aðalfundar.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum , sem kosnir eru á aðalfundi. Stjórn skiptir síðan með sér verkum. Tveir menn eru kosnir varamenn.

Megin tilgangur stjórnar skal vera að hafa með höndum hagsmunagæslu hesthúseigenda á félagsvæði Fáks við Faxaból. Stjórnin skal í samvinnu við Fák gera tillögur að heildarútliti hesthúshverfisins við Faxaból og bera undir aðalfund ýmis sameiginlega hagsmunamál hesthúseigenda. Svo sem öryggirgæslu, tryggingamál, taðmokstur og það er varðar sameiginlegar hagsmuni félagsmanna. Formaður stjórnar skal taka samana skýrslu um starfsárið og leggja fram á hverjum aðalfundi.

 

 

 1. gr. Félagið skal stuðla að því í samvinnu við Hestamannafélagið Fák að félagsvæði verði fegrað og bætt með öllum tiltækum ráðum.
 2. 14. gr. Skoðunarmenn reikninga skulu vera tveir og skulu þeir kosnir á aðalfundi.

 

 

Þannig samþykkt í félagsheimili Fáks þann _____/maí 2016

;