Í síðustu viku var stofnað Félag hesthúseigenda í Faxabóli. Markmið félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir hesthúseigendur á svæðinu og efla samvinnu og samheldni á milli sinna félagsmanna. Á stofnfundinum var kosin stjórn og völdust miklir kappar í verkið en stjórnina skipa:
Þórður Ólafsson
Þórir Haraldsson
Viðar Halldórsson

Boðað er til fundar í félaginu miðvikudagskvöldið 15. júní kl. 20:00 í Guðmundarstofu þar sem ætlunin er að fara yfir helstu verkefni félagsins með því að gera samþykktir fyrir félagið.

Allir félagsmenn velkomnir (hesthúseigendur í Faxabóli)
Stjórnin