Í vetur kemur Fredrica Fagerlund til okkar í Fák og kenni námskeið í Gæðingafimi en Fredrica hefur náð góðu gengi sjálf í gæðingafimi.
Námskeiðið er hugsað fyrir börn og unglinga og þá sérstaklega þau sem stefna á keppni í greininni. Námskeiðið byggist á einum bóklegum tíma í upphafi námskeiðsins þann 16. nóvember ásamt 10 verklegum 45 mínútna einkatímum sem verða haldnir á 5 helgum (laugardagur og sunnudagur).
Einnig verður eitt sýnikennslu kvöld sem er áætlað í janúar. Námskeiðið verður sniðið hverjum og einum þátttakanda og lögð áhersla á að byggja upp gæðingafimi atriði.
Verkleg kennsla fer fram helgarnar 20.-21. nóvember, 11.-12. desember, 8.-9. janúar, 12.-13. febrúar og 26.-27. febrúar.
Verð á námskeiðið er 67.500 kr. Skráning fer fram á www.sportfengur.com