Ný námskeið fyrir fáksara fara að detta inn á sportabler sem haldin verða í apríl og maí . Um að gera að fylgjast vel með á Sportabler.
Annars er námskeiðahald í fullum gangi og hafa önnu námskeið nú þegar hafist og verða áfram fram á vor.
Námskeið sem hefjast í apríl og maí:
- Anton Páll Níelsson er hjá okkur á þriðjudögum fram í mai.
- Hestagúrúinn Steinar Sigubjörnsson verður með sýnikennslu um fjölbreytileika í þjálfun og í kjölfarið af því 4 verklega tíma.
- Norðlendingurinn og Hólaskólakennarinn Þorsteinn Björnsson kemur í helgarheimsókn í maí.
- Hið víðfræga Kynbótanámskeið með Þorvaldi Krisjánssyni verður að sjálfsögðu fyrir áhugasama um kynbætur.
- Auður hestanuddari ætlar að koma aftur eftir vel heppnað námskeið í fyrra. Hestanudd og heilsa er námskeið sem stuðlar að almennri heilsueflingu hrossa á öllum aldri.
- Ungir Fáksarar fá tækifæri til að spreyta sig í að búa til sitt eigið höfuðleður.
Námskeið sem eru í gangi og halda áfram fram á vor:
- Framhald verður á keppnisnámskeiðinu sem Vigga Matt og Kári Steins störtuðu fyrr í vetur.
- Vilfríður Sæþórsdóttir er á laugardögum og miðvikudögum með bæði einkatíma og paratíma ásamt útreiðarnámskeiðum þegar líða fer á vorið.
- Karen og Sif halda áfram með Fákar og Fjör námskeiðin.
- Robbi Pet er á sínum stað á mánudögum og fimmtudögum með einkatíma.
- Henna og Sigrún verða áfram með yngri krakkana og hópatímatíma fyrir fullorðna á þriðjudögum og fimmtudögum.
- Vigga Matt er á sínum stað á mánudögum.