Það tíðkaðist hér áður fyrr að æskulýðnefnd Fáks hélt árlegt Páskabingó sem var geysivinsælt og vel sótt en í covid og eftir covid datt það alveg niður. Unglinga- og ungmennanefnd Fáks telur það vera komin tími á það að gíra aftur í gang þessa skemmtilegu bingó stemningu sem var hér áður fyrr í Fáki.

Fimmtudaginn 18. april í félagsheimili Fáks verður haldið bingó fyrir alla Fáksara, unga sem aldna. Félagar úr öðrum hestamannafélögum eru einnig velkomnir. Bingóið er hluti af fjáröflunarstarfi æskulýðsdeildar Fáks og kostar spjaldið 1000kr á hvern haus og verða veglegir vinningar í boði.

Sjoppan verður opin og með veitingum.

Húsið opnar kl. 17:45 og bingóið byrjar 18:00.