Hestamannafélagið Fákur óskar eftir tveimur öflugum sumar starfsmönnum til að sinna fasteignum og félagssvæði Fáks í sumar en framundan er einn stærsti íþróttaviðburður landsins, Landsmót hestamanna, sem fram fer í Víðidal í Reykjavík dagana 1.-7. júlí.
Helstu verkefni eru meðal annars:
-
Sláttur á félagssvæði
-
Viðhald fasteigna eins og málun innan- og utandyra.
-
Viðhald á keppnisvöllum
-
Grysjun á félagssvæði
Helstu kröfur:
-
Hafa einhverja reynslu af ofangreindu eins og slætti og annarri útivinnu.
-
Sjálfstæð vinnubrögð og sýna frumkvæði.
-
Sveigjanleiki varðandi vinnutíma.
- Bílpróf.
Óskað er eftir starfsmönnum sem geta byrjað seinnipartinn í maí.
Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Fáks, Einar, í síma 898-8445 eða í tölvupósti einar@fakur.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl.