Á fimmtudaginn lýkur skráningu á þrep 1. – 4 þrep! 🙂
Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com!
Þrepin eru eftirfarandi
ÞREP 1 : 10 – 12 ára. Skipt í hópa eftir getu og reynslu.
Hér er byrjað að leggja áherslu á vandaða reiðmennsku og leggja grunn að því að nemendur læri að setja sér markmið.
Undirbúningur fyrir knapamerki 1 ef áhugi
ÞREP 2 : 12 ára og eldri. Skipt í hópa eftir getu og reynslu.
Markmiðasetning, grunnreiðmennska og uppbyggileg þjálfun hestsins er rauði þráðurinn og nemendur verða m.a. undirbúnir undir að þreyta ákveðin færnistig á punktamóti í byrjun maí!
Knapamerki 1 fyrir þau sem eru tilbúin og vilja.
ÞREP 3 : 12 ára og eldri. Skipt í hópa eftir getu og reynslu.
Mikil áhersla á markmiðasetningu þar sem því verður fylgt eftir í gegnum önnina. Grunnreiðmennska og uppbyggileg þjálfun hestsins er rauði þráðurinn og nemendur verða m.a. undirbúnir undir að þreyta ákveðin færnistig á punktamóti í vor.
Knapamerki 1 og 2 fyrir þau sem eru tilbúin og vilja
ÞREP 4 : 15 ára og eldri.
Mikil áhersla á markmiðasetningu og færni til þess að vinna sjálfstætt. Grunnreiðmennska og uppbyggileg þjálfun hestsins er rauði þráðurinn og nemendur verða m.a. undirbúnir undir að þreyta ákveðin færnistig á punktamóti í vor.
Undirbúningur fyrir knapamerki 1-5 (fer eftir stöðu hvers og eins)
Fyrsti tíminn er bóklegur og verður laugardaginn 11. janúar.