Þá fer að líða að haustinu og margir spenntir fyrir að hafa hest/a á húsi hluta af þessum yndislega árstíma, sem einnig er tilvalinn til að byggja hesta og knapa upp fyrir vetrarþjálfunina:)
Að venju bjóðum við upp á haustnámskeið fyrir nemendur okkar og að þessu sinni ætlum við að framlengja önnina með vikulegum bóklegum tímum og öðrum hestatengdum uppákomum 🙂 Önnin spannar þá 12 vikna hestaveislu, sem skiptist í 6 vikur með hesta á húsi og 6 vikur í bóklegri kennslu. Margir ætla að taka bóklegt knapamerkjapróf í haust og er tilvalið að fá utanumhald til að undirbúa það 🙂
Meðfylgjandi er skráningarhlekkur þar sem hægt er að lesa sér til um fyrirkomulag. Við gerum okkar besta til að senda út tímasetningar tímanlega en þær skýrast best þegar við sjáum betur hver endanleg skráning verður. Þessvegna biðjum við þá sem hafa hug á að vera með að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að setja upp plan fyrir æfingatíma 🙂
https://forms.gle/cn4Wf16vJkrfgmeM7
Áfram og upp,
Sif og Karen