Fræðslunefnd Fáks hefur í hyggju að bjóða fjölbreytt úrval reiðnámskeiða við allra hæfi veturinn 2020-2021. Strax í september hefjast fyrstu námskeiðin. Þá munu Kjarnakonur, Róbert Petersen og þær Sigrún og Henna ríða á vaðið.

Róbert mun halda sitt sívinsæla frumtamningarnámskeið en námskeiðin hjá Kjarnakonum og Sigrúnu og Hennu eru reiðnámskeið fyrir hinn almenna reiðmann sem vill öðlast fleiri verkfæri í þjálfun á reiðhestinum sínum.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og búið er að opna fyrir skráningu á fyrstu námskeiðin. Verða þau auglýst hér á síðunni næstu daga.

Kveðja,
Fræðslunefnd Fáks
fraedslunefnd@fakur.is