Dregið hefur verið í rásröð allra flokka og greina á Reykjvíkurmeistaramótinu. Það var tekið við athugasemdum keppenda til kl. 16 í gær fimmtudag og eftir það hófst vinna við ráslistana. Allar breytingar á ráslistum hér eftir verða til þess að viðkomandi keppandi færist fremst í rásröð samkvæmt reglum.

Endanlegir ráslistar verða tilbúnir einni klukkustund fyrir upphaf hverrar greinar því þá hafa þær afskráningar sem borist hafa í tíma, verið teknar út og fer keppnin fram samkvæmt þeim ráslista. Þessa lista verður að finna í LH Kappa appinu.

Afskráningar og óskir um breytingar skulu berast á netfangið skraning@fakur.is