2x einkakennsla með Þorsteini Björnssyni helgina 11-12 maí í Lýsishöllinni.
Þorsteinn eða Steini Björns eins og hann er gjarnan kallaður var valin reiðkennari ársins 2023.
Á heimsíðu Háskólans á Hólum segir m.a að Þorsteinn hafi starfað sem reiðkennari á Hólum síðan 2008, það eru 15 ár. Hann hefur þess vegna haft mótandi áhrif á reiðkennara framtíðarinnar. Hann kennir á öllum stigum og kennir allt innan hestamennsku, afskaplega sveigjanlegur. Hann getur stokkið til og kennt hverjum sem er og komið með uppbyggileg ráð, oft sett fram með einföldum hætti. Hann hefur einnig eiginleikann að láta nemendur ekki velta sér of mikið upp úr mistökum, sem er afskaplega mikilvægt til að hafa skapandi umhverfi. “
“Sérstakt áhugamál Þorsteins er þó skeið. Fyrir utan það að hafa náð góðum árangri sjálfur í skeiðgreinum er hann líklega með reyndustu skeiðkennurum heims í dag þar sem hann hefur séð um skeiðkennsluna við Háskólann á Hólum í meira og minna síðustu 10 ár. Það mundi vera 8-10 skeið hópatímar í viku!
“Einnig hefur hann mikinn áhuga á að kenna frumtamningar þar sem oft reynir á að efla kjark og traust nemandans. Hann hefur komið að Hæfileikamótun LH undanfarin ár og hefur einnig verið þjálfari fyrir ungmenni í landsliðum.