Þriðjudaginn 18. janúar hefjast einkatímar með Ragnhildi Haraldsdóttur reiðkennara. Ragnhildur Haraldsdóttir er starfandi tamningamaður og reiðkennari. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og starfað við þjálfun hrossa í fjölda ára. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011 og starfar sjálfstætt á Selfossi sem tamningamaður og knapi. Hún hefur gert það afar gott á keppnis- og kynbótabrautinni síðastliðin ár.

Ragnhildur mun bjóða upp á fjóra 30 mínútna einkatíma sem verða kenndir annan hvern þriðjudag. Tímarnir verða sniðnir þörfum knapa og hests.

Verð 51.000 kr. og skráning inn á www.sportfengur.com