Vegna fjölda fyrirspurna og vinsælda hins nýja byrjendanámskeiðs iHorse og Fáks verður haldið nýtt námskeið í nóvember. Hin fögru fljóð, reiðkennarnirThelma og Henna, munu kenna þér allt sem þig hefur langað til að vita og kunna. Nú er lag að skella sér á skemmtilegt námskeið og það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og mæta. Allt annað er innifalið, hjálmar, reiðtygi og öryggir og góðir hestar.

Tímar verða eftirfarandi:

föstudaginn 1. nóv. kl. 18 – 19
laugardaginn 2. nóv. kl. 16 – 17
sunnudaginn 3. nóv. kl. 16 – 17
miðvikudaginn 6. nóv. 18 – 19
föstudaginn 8. nóv. 18-19
laugardaginn 9. nóv. 16-17
sunnudag 10. nóv. 16-17
mánudaginn 11. nóv. 18-19

Verð kr. 29.000. Skráning á  fakur@fakur.is (lokaskráningardagur 30. okt. og ath. takmarkaður fjöldi sem kemst að)