Nú er framtíðar kerrustæði Fáksmanna loksins að verða tilbúið. Búið er að afmarka, bera oní, slétta og setja afmarkanir á svæðið, þannig að fljótlega (í nóvember) eiga kerrueigendur að flytja kerrurnar sínar þangað niður eftir. Ekki verður leyfilegt að geyma hestakerrur eða aðrar kerrur annars staðar á svæðinu. Kerrustæðin verða númeruð og á hver sitt stæði til framtíðar en allir þurfa að greiða leigu á kerrustæðinu. Leigan er ársleiga og kostar kr. 5.000. Við borgun fær kerrueigandinn miða til að líma á múmeraplötuna á kerrunni sinni þannig að auðvelt verður að fylgjast með fyrir alla ef það standa kerrur þarna sem hafa ekki leyfi. Þetta á eftir að gera svæðið okkar enn betra í alla staði m.a. til útreiða (minni hættur af kerrum sem lagt er allstaðar við hesthús ofl), hestakerrueigendur munu alltaf hafa aðgang að sínu svæði sem síðan verður vaktað og við losnum við kerrur sem eru ekki einu sinni í eigu félagsmanna eða hestamanna en eitthvað er um það að “óviðkomandi” kerrur séu á svæðinu og taki dýrmætt pláss.