Í október var haldið frábært byrendanámskeið hjá iHorse og Fáki og vegna fjölda áskoranna frá nemendunum verður haldið framhaldsnámskeið í nóvember (aðeins tvö pláss laus). Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru komnir aðeins af stað í hestamennsku en vilja læra meira um stjórnun hests, gangtegundir og ásetu en fyrst og fremst að njóta alls það skemmtilega sem hestamennskan hefur upp á að bjóða. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og mæta. Allt annað er innifalið, hjálmar, reiðtygi og öryggir og góðir hestar. Frábært námskeið fyrir þá sem eru hestlausir en langar að læra og njóta hestamennskunnar.

Námskeiðið er 8 tímar og eru þeir eftirfarandi:

fimmtudaginn 31. okt. kl. 18 – 19
laugardaginn 2. nóv. kl. 12:30 – 13:30
sunnudaginn 3. nóv. kl. 12:30- 13:30
mánudaginn 4. nóv. kl. 18 – 19
þriðjudaginn 5. nóv. kl. 18 – 19
fimmtudaginn 7. nóv. kl. 18 – 19
laugardaginn 9. nóv. kl. 12:30 – 13:30
sunnudaginn 10. nóv. kl. 12:30 – 13:30

Skráning í síma 867-7530 (aðeins tvö pláss laus).

Verð kr. 29.000