Á Landsþingi hestamanna, sem haldið var í Stykkishólmi um síðustu helgi, var Braga Ásgeirssyni veitt gullmerki Lh fyrir vel unnið störf í þágu hestamanna í gegnum tíðina. Bragi var m.a. í stjórn Fáks árin 1990-2000 og þar af formaður Fáks árin 1996-2000. Það var vel við hæfi að veita Braga gullmerkið í Stykkishólmi því þar bjó fjölskyldan í þó nokkur ár áður en flutt var til Reykjavíkur.
Til hamingju Bragi og takk fyrir þitt framlag fyrir hestamannafélagið Fák í gegnum tíðina.
bragi2