Fákur óskar eftir upplýsingum um árangur knapa í barna-, unglinga-, ungmenna-, áhugamanna- og fullorðinsflokki á keppnisárinu 2025.

Skrá skal upplýsingar í skráningarform hér neðar á síðunni fyrir 1. október. 

Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2025 í eftirfarandi flokkum:

  • Knapi Fáks
    • Knapi ársins æðsta viðurkenning knapaverðlauna. Knapi er bæði í fremstu röð í keppnum ársins ásamt því að vera öðrum fyrirmynd hvað varðar framkomu og fagmennsku í störfum sínum.
  • Íþróttakona og íþróttakarl Fáks
    • Keppendur í meistaraflokkum sem hafa tamningar, útreiðar eða reiðkennslu að atvinnu.
  • Besti keppnisárangur í áhugamannaflokki, kona og karl
    • Keppendur í 1. og 2. flokki sem hafa ekki tamningar, útreiðar eða reiðkennslu að atvinnu.
  • Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlka og drengur

Viðmiðunarreglur við val á afreksknöpum má sjá <hér>.