Almannadalsmótið verður haldið laugardaginn 13. maí klukkan 13:00.
Keppt verður tölti og skeiði. Töltkeppnin verður með T7 fyrirkomulagi; fyrst er riðið hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.
Keppt er í eftirfarandi greinum:
- Pollaflokki
- Barnaflokki
- Unglingaflokki
- Opinn flokkur – 2. flokkur – 18 ára og eldri / minna keppnisvanir
- Opinn flokkur – 1. flokkur – 18 ára og eldri / meira keppnisvanir
- 100 m skeið.
Mótið er létt og skemmtilegt og hvetjum við alla áhugasama að mæta og taka þátt. Að loknu móti verða grillaðar pylsur fyrir þátttakendur og gesti.
Skráning verður opin til klukkan 22:00 föstudaginn 12. maí.
Einnig hægt að skrá sig á staðnum en þá hvetjum við fólk til að mæta tímanlega.
Ekkert skráningargjald er fyrir polla, börn og unglinga.
2.500 kr skráningargjald fyrir skeið og opinn flokk 1. og 2.