Næstkomandi miðvikudag mun Hjólreiðafélag Reykjavíkur halda árlegt fjallahjólamót á Hólmsheiðinni.

Að þessu sinni verður start og mark við frisbeevöllinn í Grafarholti en leiðin fer inn á Hólmsheiðina eins og myndin hér að ofan sýnir.

Fyrsti hópur startar klukkan 18:00 og sá síðasti startar 19:00. Líklegast verða allir komnir í mark um 21 leytið.

Hljólreiðafélagið mun hafa brautarverði þar sem stígar mætast en þá verða einnig settar upp borðamerkingar og appelsínugular keilur.

Sýnum aðgát.