Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest í Sportfeng til miðnættis föstudaginn 15. maí og einnig verður tekið við skráningu á staðnum. Veðurspáin er frábær fyrir laugardaginn og við hlökkum til að sjá ykkur.

Almannadalsmótið verður haldið laugardaginn 16. maí klukkan 12:00.

Keppt verður tölti og skeiði. Töltkeppnin verður með T7 fyrirkomulagi; fyrst er riðið hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.

Keppt er í eftirfarandi greinum:
Pollaflokki – (Frí skráning og hún fer fram á staðnum)
Barnaflokki
Unglingaflokki
Opinn flokkur – 2. flokkur – 18 ára og eldri / minna vanir
Opinn flokkur – 1. flokkur – 18 ára og eldri / meira vanir
100 m skeið.

Skráning fer fram á Sportfeng dagana 12. til 14. maí og er skráningargjald 2000 krónur.

Mótið er létt og skemmtilegt og hvetjum við alla áhugasama að mæta og taka þátt.

Eftir mótið verða grillaðar pylsur fyrir keppendur og gesti mótsins.