Keppnisnámskeið hugsað fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna í landsmótsúrtöku og svo alla leið á Landsmót 2018. Reiðkennarar taka út knapa og hest, meta styrkleika og veikleika og vinna út frá því og þeim markmiðum sem knapinn setur sér. Kennararnir sem koma að verkefninu eru Anna Valdimarsdóttir, Friðfinnur Hilmarsson og Fredrica Fagerlund. Stefnt er að því að ná 2 einkatímum í viku fram að Gæðingamóti Fáks/úrtöku fyrir Landsmót 26. maí. Námskeiðið verður bæði í reiðhöllinni og á hringvellinum.
Námskeiðið er hugsað fyrir gæðingakeppni og eftir landsmótsúrtöku verður síðan öflugt námskeið með sömu reiðkennurum fram að landsmóti og munu þeir fylgja knöpum alveg eftir, á landsmótinu – í braut og taki á móti þeim úr braut.
Námskeiðin verða í tveimur hlutum, fram að úrtöku og eftir úrtöku. Verð á námskeiðinum fer svolítið eftir þátttökufjölda en reynt verður að hafa það í algjöru lágmarki. Allar nánari upplýsingar og skráning á tölvupóstfanginu aeskulydsdeildfaks@gmail.com. Við skráningu þarf að taka fram nafn barns, kennitölu, nafn foreldris og símanúmeri. Við viljum biðja ykkur að skrá sem fyrst svo allir geti byrjað sem fyrst.