Kvennatöltmót Fáks verður haldið í TM reiðhöllinni í Víðidal 2. maí.  Þetta er opið mót og öllum konum 18 ára og eldri sem eru skráðar í hestamannafélög.

Skráning er opin til miðnættis 30. apríl en keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á www.sportfengur.com Skráningargjaldið er 3.000 kr.  Forkeppnin byrjar kl 17:30 með byrjendaflokki.  Allar konur eru hvattar til að nota tækifærið og taka þátt í flottu innanhússmóti.

Keppt verður í þremur flokkum, byrjendaflokki (T7), minna vanar (T3) og meira vanar (T3).

  1. Flokkur – Meira vanar (T3)
    Ætlaður konum sem eru nokkuð vanar í keppni.
  2. Flokkur – Minna vanar (T3)
    Ætlaður konum sem hafa litla reynslu í keppni, en þó einhverja.
  3. Flokkur – Byrjendur í keppni (T7)
    Ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum eða hafa nánast enga reynslu.

Í  öllum flokkum eru tveir til þrír keppendur saman í holli í forkeppni. Í byrjendaflokki er  riðið er samkvæmt reglum í T7 töltkeppni, sýnt er hægt tölt, snúið við og svo sýnt tölt á frjálsri ferð
(fegurðartölt). Í hinum flokkunum er riðið samkvæmt reglum í T3 töltkeppni, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt.

Að lokinni forkeppni verða riðin A-úrslit í öllum flokkum.
Aldurstakmark til þátttöku er 18 ár (miðað er við ungmennaflokkinn).
Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til þátttöku, en komi keppandi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn hest til úrslitakeppni.
Skráningargjald er kr. 3.000.-
Konur eru hvattar til að skrá sem fyrst en fjöldatakmarkanir eru í alla flokka.

SKRÁNING ER Á ÁBYRGÐ KEPPANDA, hugið vel að því að velja rétta hönd og flokk. Komi upp vandræði við skráningu má hafa samband við Hildi Gunnarsdóttur s. 691 3440 / hildurgunnars@live.com eða Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur s. 862 7108.  Vakin er athygli á að allir þátttakendur verða að vera skráðir í hestamannafélag.  Ef villa kemur upp við að skrá kennitölu þarf að snúa sér til síns hestamannafélags.

Mótið er opið og allar konur velkomnar til þátttöku.