Næstu tvo þriðjudaga og fimmtudaga er fyrirhugað að halda æfingamótaröð fyrir félagsmenn Fáks sem hafa hug á að æfa sig fyrir mót sumarsins og fá umsögn um sýninguna hjá dómurum.

Fyrsta mótið fer fram næstkomandi þriðjudag, 4. maí, klukkan 18:00 og verður keppt í fjórgangi V2 í öllum flokkum.

  • Einungis verður riðin forkeppni, engin úrslit og engin verðlaun.
  • Þrír knapar eru á hringvellinum í einu.
  • Þrír dómarar dæma hverju sinni.
  • Eftir hverja sýningu er hægt að ræða við dómara stuttlega um sýninguna.

Hvetjum við aðstandendur keppenda að taka sýningu knapa upp og hafa þeir góðfúslegt leyfi til að fara inn í hringvöllinn.

Skráningargjald er 5.000 krónur.

Skráning er opin til miðnættis mánudaginn 3. maí.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/