Aðalfundur Fáks verður haldinn 30. apríl 2024 í félagsheimili Fáks klukkan 20:00.
Reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 23. apríl. Ef starfsmaður skrifstofu er ekki við er hægt að hringja í 898-8445.
Framboðum til stjórnar, þ.á.m. formanns, skal skila skriflega til skrifstofu félagsins eða á netfangið fakur@fakur.is eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Kosið er um eftirfarandi embætti:
- Formann
- Gjaldkera til eins árs
- Ritara til tveggja ára
- Meðstjórnanda til tveggja ára
- Meðstjórnanda til tveggja ára
Úr stjórn ganga:
Vigdís Matthíasdóttir
Íva Rut Viðarsdóttir
Í framboði eru úr núverandi stjórn:
Hjörtur Bergstað til formanns
Þormóður Skorri Steingrímsson
Dagskrá aðalfundar eru meðfylgjandi:
- Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnarinnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
- Gjaldkeri skýrir og leggur reikninga félagsins fram til samþykktar. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal jafnframt lögð fram.
- Lagabreytingar skv. 16. gr.
- Bygging reiðhallar norðan við núverandi reiðhöll í samstarfi við félagsmenn.
- Heimild til stjórnar að selja óbyggðar lóðir í Faxabóli.
- Kosin stjórn skv. 5. gr.
- Kosinn a.m.k. einn skoðunarmaður, endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skv. 5. gr.
- Ákvörðun árgjalds skv. 8. gr.
- Önnur mál, sem félagið varðar.