Kvennareið Fáks verður haldin laugardaginn 4 maí. Lagt verður af stað frá Lýsishöllinni klukkan 14:30.

Reiðtúrinn verður frá reiðhöllinni að Rauðavatni upp nýju Selhólsleiðina niður Almannadal og í gegnum Rauðhóla heim.

Í stoppi er ykkur boðið upp á dömulega drykki, bæði áfenga og áfengislausa, ásamt léttum veitingum til að viðhalda gleðinni.

Þegar heim er komið munum við hittast klukkan 18:30 í veislusalnum á 2. hæð Lýsishallarinnar þar sem við munum grilla.

Þær sem komast ekki í reiðtúrinn eru velkomnar að koma í grillið og njóta kvöldsins með okkur.

Klukkan 19:00 kemur trúbator sem spilar og syngur með okkur inn í kvöldið.

Verð 4.000 kr. 

Meðfylgjandi eru upplýsingar varðandi viðtakanda greiðslu:

Jóhanna Hulda Jónsdóttir
Kt. 060261-2619
Rn. 0535-05-400959

Þegar gestir mæta verður merkt við þá og þeir fá miða eða stimpil fyrir mat.

Þetta er dagurinn okkar stelpur, njótum hans saman!