Aðalfundur Fáks verður haldinn 16. maí 2023 í félagsheimili Fáks klukkan 20:00.

Reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 2. maí. Ef starfsmaður skrifstofu er ekki við er hægt að hringja í 898-8445.

Framboðum til stjórnar, þ.á.m. formanns, skal skila skriflega til skrifstofu félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Kosið er um eftirfarandi embætti:

  • Formann
  • Gjaldkera
  • Meðstjórnanda
  • Meðstjórnanda

Í framboði eru úr núverandi stjórn:

Hjörtur Bergstað til formanns

 

Dagskrá aðalfundar eru hefðbundin samkvæmt 7. grein laga félagsins:

1. Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnarinnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Gjaldkeri skýrir og leggur reikninga félagsins fram til samþykktar. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal jafnframt lögð fram.
3. Lagabreytingar skv. 16. gr.
4. Kosin stjórn skv. 5. gr.
5. Kosinn a.m.k. einn skoðunarmaður, endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skv. 5. gr.
6. Ákvörðun árgjalds skv. 8. gr.
7. Önnur mál, sem félagið varðar.

Lög hestamannafélagsins Fáks – 8. mars 2022