Aðalfundur Fáks verður haldinn í Félagsheimili Fáks miðvikudaginn 15. maí klukkan 20:00 en ekki 14. maí eins og áður var auglýst.
Stjórn Fáks óskar eftir framboðum til stjórnar en eins og segir í lögum félagsins þá þurfa framboð til stjórnar að berast viku fyrir aðalfund.
Á fundinum í apríl verður kosið um formann til eins árs, gjaldkera til tveggja ára, 2 meðstjórnendur til tveggja ára og ritara til eins árs.
Hjörtur Bergstað núverandi formaður gefur kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Þá voru kosnir 2018 til tveggja ára Leifur Arason og Sigurbjörn Þórmundsson sem sitja áfram í stjórn.
Senda þarf framboð á fakur@fakur.is í seinasta lagi viku fyrir aðalfund. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um.
Á dagskrá fundarins eru kosningar og venjuleg aðalfundarstörf.
Hvetjum alla til að mæta, léttar kaffiveitingar í boði og gott tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif á félagsstarfið í Fáki.
Stjórn Fáks