Hin árlega Hlégarðsreið verður farin laugardaginn 4. maí næstkomandi klukkan 13:00. Þá er riðið til félaga okkar í Herði Mosfellsbæ sem munu taka vel á móti okkur í félagsheimili þeirra Harðarbóli.

Hvetjum alla áhugasama, unga sem aldna, að slást í hópinn og halda við þessari skemmtilegu hefð.

Lagt verður af stað stundvíslega frá hvíta reiðgerðinu við A-tröð klukkan 13:00.