Miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 20:00 í veislusal TM reiðhallarinnar mun fræðslunefnd Fáks kynna fræðslustarf vetrarins.
Eftir kynningu Fræðslunefndar mun Sigtryggur V. Herbertsson fagstjóri hjá RML fjalla um aðbúnað og atferli hesta á húsi.
Það skiptir máli við hvernig aðbúnað hross búa, t.d. varðandi rýmisþarfir, félagsskap, útisvæði, loftræsting og undirburður verða til umfjöllunar og er fólk hvatt til rökræðna við fyrirlesarann um málefnið.