Uppskeruhátíð Fáks fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld í félagsheimili Fáks. Fáksfélagar stóðu sig frábærlega á öllum vígstöðum og áttu fulltrúa í fremstu röð á Íslandsmótum og á Landsmóti.

Öllum þátttakendum á Landsmóti í barna- og unglingaflokki voru veitt þátttökuverðlaun en þau stóðu sig frábærlega í sínum flokkum.

Hér að neðan eru sigurvegarar sinna flokka og helsti árangur þeirra á árinu.

Þá voru einnig heiðruð þau Dagný Bjarnadóttir og Helgi Sigurjónsson fyrir óeigingjarnt starf í þágu Fáks. Dagný hefur í mörg ár veitt reiðveganefnd forstöðu og staðið fyrir því að við í Fáki eigum eitt glæsilegasta reiðveganet landsins og þó víðar væri leitað. Helgi hefur verið í forystusveit Limsfélagsins í mörg ár sem er skemmtilegur félagsskapur fólks með áhuga á ræktun. Undir hans forystu hefur félagið meðal annars smíðað sólpallinn við félagsheimilið, aðstoðað við kynbótasýningar og séð um hina margfrægu Hrossakjötsveislu þar sem ræktendur í Fáki eru verðlaunaðir fyrir árangur á árinu.

Þá er vert að þakka öllum sjálfboðaliðum sem komu að mótum eða öðrum viðburðum á 100 ára afmælisári Fáks. Sjálfboðaliður spiluðu stórt hlutverk og sáu til þess að viðburðir félagsins voru sem glæsilegastir, hvort sem um var að ræða Stórsýningu Fáks, Árshátíðina eða Reykjavíkurmeistaramótið ásamt smærri viðburðum.

Íþróttakarl Fáks
Árni Björn Pálsson

Helsti árangur 2022:

Landsmótssigurvegari í B-flokki gæðinga
Landsmóts- og Íslandsmótssigurvegari í tölti T1
1. sæti í fimmgangi F1 í Meistaradeildinni og samanlagður sigurvegari.
1. sæti í B-flokki , tölti T1 og 150m skeiði á gæðingamóti Fáks
2. sæti í skeiði 250m P1 á Landsmóti
3. sæti í fimmgangi F1 og 250m skeiði á Íslandsmóti

Íþróttakona Fáks
Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Helsti árangur 2022:

8. sæti í 150m skeiði á Reykjavíkurmeistaramóti
13. sæti í fjórgangi V1 á Íslandsmóti
5. sæti í A-flokki á gæðingamóti Fáks
6. sæti í 150m skeiði á gæðingamóti Fáks
23. sæti í milliriðli á Landsmóti
1. sæti í fjórgangi V2 á íþróttamóti Dreyra
1. sæti í gæðingaskeiði PP1 á Íþróttamóti Dreyra

Áhugamannaflokkur

Jóhann Ólafsson

7. sæti í fimmgangi F2 á Reykjavíkurmeistaramóti
10. sæti í T4 á Reykjavíkurmeistaramóti
3. sæti í T3 á Suðurlandsmóti
1. sæti í B-flokki á Gæðingaveislu Sörla
3. sæti í tölti T3 í Equsana deildinni

Saga Steinþórsdóttir

Reykjavíkurmeistari í tölti T4
1 sæti í T4 á íþróttamóti Dreyra
1. sæti í T4 á Mosfellsbæjarmeistaramótinu
3. sæti í F2 á Mosfellsbæjarmeistaramótinu

Ungmennaflokkur

Arnar Máni Sigurjónsson

Reykjavíkurmeistari í T1, T2 og Gæðingaskeiði PP1
6. sæti í T1 á Íslandsmóti
Íslandsmeistari í T2
4. sæti í gæðingaskeiði PP1 á Íslandsmóti
1. sæti á Gæðingamóti Fáks
16. sæti í milliriðli á Landsmóti – 9 eftir forkeppni

Hjá stúlkum voru tvær jafnar og hljóta þær báðar viðurkenningu:

Eygló Hildur Ásgeirsdóttir

11. sæti í T1 á Reykjavíkurmeistaramóti
10. sæti í V1 á Reykjavíkurmeistaramóti
3. sæti á Gæðingamóti Fáks
5. sæti í fjórgangi V1 í Meistaradeild Ungmenna
4. sæti í fjórgangi V1 á Hafnarfjarðarmeistaramóti

Hrund Ásbjörnsdóttir

10 sæti í tölti T1 á Reykjavíkurmeistaramóti
15. sæti í fjórgangi V1 á Reykjavíkurmeistaramóti
4. sæti á Gæðingamóti Fáks
4. sæti í tölti T1 og fjórgangi V1 á íþróttamóti Geysis
5. sæti í fimmgangi F1

Unglingaflokkur

Matthías Sigurðsson

Reykjavíkurmeistari í tölti T4 og Gæðingaskeiði PP1
5. sæti í tölti T3 á Reykjavíkurmeistaramóti
5. sæti í fimmgangi F2 á Reykjavíkurmeistaramóti
Íslandsmeistari í tölti T4
2. sæti í Fimmgangi F2 á Íslandsmóti
5. sæti í fjórgangi V1 á Íslandsmóti
Íslandsmeistari í gæðingaskeiði PP1
2. sæti í unglingaflokki á Landsmóti
Norðurlandamótsmeistari í T1
2. sæti í V1 á Norðurlandamóti
3. sæti í Gæðingakeppni á Norðurlandamóti

Sigurbjörg Helgadóttir

Reykjavíkurmeistari í T3 og T2
6. sæti í fjórgangi V2 á Reykjavíkurmeistaramóti
8. sæti í T1 og V1 á Íslandsmóti
6. sæti í Gæðingaskeiði PP1 á Íslandsmóti
1. sæti á Gæðingamóti Fáks
6. sæti í unglingaflokki á Landsmóti

Barnaflokkur

Gabríel Liljendal Friðfinnsson

4 sæti í tölti T3 á Reykjavíkurmeistaramóti
5 sæti í fjórgangi V2 á Reykjavíkurmeistaramóti
3. sæti í barnaflokki á Gæðingamóti Fáks
Landsmót – 10. sæti eftir forkeppni og endaði 21 sæti í milliriðli

Þórhildur Helgadóttir

Reykjavíkurmeistari í tölti T3
Reykjavíkurmeistari í fjórgangi V2
5-6 sæti í tölti T3 á Íslandsmóti
6 sæti í fjórgangi V2 á Íslandsmóti
1 sæti í barnaflokki á Gæðingamóti Fáks
5. sæti í barnaflokki á Landsmóti

Sjálfboðaliðar

Dagný Bjarnadóttir

Helgi Sigurjónsson

Þátttökuviðurkenningar vegna Landsmóts 2022

Barnaflokkur

Þórhildur Helgadóttir
Hrefna Kristín Ómarsdóttir
Álfheiður Þóra Ágústsdóttir
Gabríel Liljendal Friðfinnsson
Sigríður Birta Guðmundsdóttir
Bertha Liv Bergstað
Birna Ósk Ásgeirsdóttir
Gerður Gígja Óttarsdóttir
Sigurður Ingvarsson
Elísabet Emma Björnsdóttir
Hilda Lóa Hall

Þátttökuviðurkenningar vegna Landsmóts 2022

Unglingaflokkur

Matthías Sigurðsson
Sigurbjörg Helgadóttir
Lilja Rún Sigurjónsdóttir
Ragnar Snær Viðarsson
Eva Kærnested
Bjarney Ásgeirsdóttir
Unnur Erla Ívarsdóttir
Anika Hrund Ómarsdóttir
Kristín Karlsdóttir
Camilla Dís Ívarsd. Sampsted
Selma Leifsdóttir
Hekla Eyþórsdóttir
Sigrún Helga Halldórsdóttir