Í kvöld, fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 20:00 ætlar Fáksfélaginn og dýralæknaneminn Úndína Ýr Þorgrímsdóttir að halda fyrirlestur um magasár, lokaverkefnið sitt og rannsóknina sem hún er að gera.
Úndína Ýr er að læra dýralækningar í Kaupmannahöfn og er á lokametrunum. Hún hlakkar til að fræða okkur Fáksfélaga um þennan lífsstílstengda sjúkdóm hjá hestum. Fyrirlesturinn fer fram í salnum í TM reiðhöllinni og sérstakur gestur á fyrirlestrinum verður Einar Ásgeirsson frá Fóðurblöndunni. Hann mun flytja stutt erindi tengt fóðrun og verður með frábær tilboð á vörum frá Fóðurblöndunni.
Sóttvarna verður gætt í hvívetna og gestir eru hvattir til þess að hafa grímu meðferðis. Sprittbrúsarnir verða svo klárir á kantinum.