Síðastliðinn laugardag voru veittar viðurkenningar LH til knapa og keppnishestabú ársins 2021. Árni Björn Pálsson var kjörinn knapi ársins en hann átti frábæru gengi að fagna í keppni og kynbótasýningum. Þá var Árni Björn einnig kjörinn kynbótaknapi ársins 2021.
Konráð Valur Sveinsson var kjörinn skeiðknapi ársins en að venju átti hann frábært ár í skeiðgreinum. Hlýtur hann þennan titil fjórða árið í röð.
Eftirfarandi Fáksfélagar voru tilnefndir til verðlauna:
Íþróttaknapi ársins 2021:
Árni Björn Pálsson, Fáki
Skeiðknapi ársins 2021:
Benjamín Sandur Ingólfsson, Fáki
Konráð Valur Sveinsson, Fáki
Sigurbjörn Bárðarson, Fáki
Gæðingaknapi ársins 2021:
Árni Björn Pálsson, Fáki
Sigurbjörn Bárðarson, Fáki
Viðar Ingólfsson, Fáki
Kynbótaknapi ársins 2021:
Árni Björn Pálsson, Fáki
Viðar Ingólfsson, Fáki
Óskum við sigurvegurum og þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju með árangurinn á árinu.
Nánar má lesa um tilnefningarnar til knapaverðlauna hér og um sigurvegara flokkanna hér.
Þá var dýralæknir Víðidals, Helgi Sigurðsson, sæmdur heiðursverðlaunum LH fyrir störf sín í þágu LH og hestamennskunnar. Nánar má lesa um það hér á vef LH.